Hentar rekstrarleiga, grár smart #1 í fallegu umhverfi

Um Hentar

Við leggjum áherslu á að ferðalagið þitt sé einfalt og þægilegt. Hentar býður hagkvæmar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Hentar ehf. er systurfélag bílaumboðsins Öskju sem sérhæfir sig í rekstrarleigu til fyrirtækja og einstaklinga.

Þegar við stöndum frammi fyrir ákvörðuninni um hvernig best sé að mæta ökutækjaþörfum okkar eru kostir rekstrarleigu ótvíræðir. Rekstrarleiga veitir stöðugleika með föstum mánaðarlegum greiðslum og minnkar þar með óvissu og tryggir fyrirsjáanleika.

Valkosturinn að leigja bíl í stað þess að eiga þýðir að þú sleppur við upphafsfjárfestingu ásamt áhættu og kostnaði sem fylgir t.d. endursölu og viðhaldi.

Rekstrarleiga býður óneitanlega upp á sveigjanleika og þægindi, enda er rekstrarkostnaður bílsins innifalinn í leiguverði, s.s. kostnaður við þjónustu, dekk, tryggingar o.fl.

Þú getur valið allt frá 12 til 60 mánaða rekstrarleigusamninga. Þannig tryggjum við þér eða þínu fyrirtæki fyrirsjáanleika og þægindi.

Notkunarskilmálar Hentar