Spurningar og svör
Rekstrarleigusamningar eru skuldbindandi út leigutímann sem um er saminn í upphafi. Ef upp koma ófyrirsjáanlegar aðstæður og leigutaki kýs að hætta við samninginn, mun Hentar taka hvert mál fyrir sig og stefna að því að finna viðunandi úrlausn fyrir báða aðila.
Reikningur er sendur í netbanka þess aðila sem skráður er fyrir leigusamningnum. Greiðsla með kreditkorti er ekki í boði að svo stöddu.
Innifalið í leiguverði eru tryggingar með kaskó, bifreiðagjöld, árlegar viðhaldsskoðanir skv. framleiðanda. Hjólbarðar og umfelganir. Ótakmarkaður fjöldi ökumanna og lánsbíll á meðan ökutæki sækir þjónustu hjá Öskju. Innifalið er 20.000 km á ári en greitt er aukagjald umfram 20.000 km á ári.
Leigutaka ber að halda hinu leigða vel við og láta gera við allar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær verða, jafnframt því að fylgja reglum leigusala og framleiðanda við notkun þess.
Leigutaka er skylt að mæta í allar þjónustuskoðanir skv. þjónustubók og láta þjónustuaðila annast allt viðhald og viðgerðir á hinu leigða. Ef rekja má bilanir til vanrækslu á ofangreindu eru þær á ábyrgð leigutaka, þá sér í lagi ef ökutæki mætir seint í þjónustuskoðanir skv. framleiðanda. Öll þjónusta fer fram hjá Bílaumboðinu Öskju og dekkjaskipti hjá Dekkjahöllinni
Leigutaka ber að sjá til þess að farið sé að lögum um alla meðferð og notkun hins leigða.
Ef ökutæki verður fyrir tjóni skal tilkynna það sem allra fyrst til TM. Öll ökutæki Hentar eru tryggð hjá TM. Einnig er gott að láta vita á hentar@hentar.is að ökutæki hafi orðið fyrir tjóni. Fyrir nánari upplýsingar svarar þjónustuver Öskju í síma 590-2130.
Þegar tjónameta þarf ökutæki mælum við með að hafa samband við Giltur - Suðurlandsbraut eða GB Tjónaviðgerðir - Draghálsi
Ef ökutækið er stopp vegna bilunar utan opnunartíma er nauðsynlegt að hringja í neyðarsíma Mercedes-Benz og smart í síma 664-2130 en fyrir Honda og Kia í síma 800-9000. Ef málið er ekki aðkallandi má hringja í þjónustuver Öskju í síma 590-2130 sem finnur viðunandi lausn fyrir leigutaka.
Sjálfsáhætta leigutaka er 165.000 kr árið 2024. Sjálfsáhætta á rúðutjóni er 35% af heildarverði.