Kia EV9 á ferðinni á Íslandi

Breytingar á bifreiðahlunnindum frá 1. júlí 2024

Frá og með 1. júlí 2024 hafa reglur um bifreiðahlunnindi breyst, þannig að hlunnindi vegna rafmagnsbíla lækka úr 25% í 20% af kaupverði bifreiðar. Á sama tíma halda hlunnindi vegna jarðefnaeldsneytisbíla áfram að vera 28%.

Starfsmenn sem greiða sjálfir fyrir rafmagn á hlunnindabíla sína geta notast við 19% bifreiðahlunnindi og 17% ef starfsmaður greiðir einnig fyrir rekstrarkostnað af bílnum. Þessi breyting leiðir til lægri skattgreiðslna fyrir starfsmenn sem keyra á rafmagnsbílum og tryggir einnig lægri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum.

Nánar

Hentar-rekstraleiga-rafbílar

Annar ávinningur af rafmagnsbílum

Rafmagnsbílar eru almennt ódýrari í rekstri en jarðefnaeldsneytisbílar. Miðað við meðalakstur upp á 15.000 km á ári getur eigandi rafmagnsbíls sparað sér yfir 300.000 kr. á ári miðað við bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, ef miðað er við að rafmagnsbíll eyði 20 kWh á hverja 100 km og jarðefnaeldsneytisbíll eyði 10 lítrum á hverja 100 km.

Þetta sparar einnig kostnað við viðhald, svo sem olíuskipti, sem á ekki við um rafmagnsbíla.

Bifreiðahlunnindi dæmi EQA Mercedes-Benz
Bifreiðahlunnindi dæmi Kia EV6

Upplýsingarnar eru byggðar á gildandi lögum um tekjuskatt fyrir árið 2024 og reiknivél bifreiðahlunninda á heimasíðu Skattsins. Upplýsingarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar frá Skattinum, eldsneytis- og raforkuverði, mögulegar innsláttarvillur eða breytingar á reglum sem kunna að koma upp. Starfsmenn og fyrirtæki ættu að hafa samband við sérfræðinga í skattamálum fyrir nánari upplýsingar um sín tilvik.

Sjá alla rafbíla